Skólavefur
Vefur Þjóðskjalasafns Íslands
I Saga 103 Reykholtsmáldagi Stærri mynd
 

Reykholtsmáldagi
Eignaskrá Reykholtskirkju. Elsta varðveitta frumskjal á íslensku

 

 

Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Reykholtsmáldagi.

Til kirkju liggur í Reykjaholti heimaland með öllum Þar fylgja kýr tuttugu, XXX á(a) og hundrað. Þar liggur til fimm hlutir Grímsár allrar en þrír hverfa undan nema það er (eg) mun nú telja. Það er allur og þrír hlutir árinnar fyr norðan Miðberg en fjórðungurinn hverfur frá. Þar fylgir og fjórðungur Hörgshyljar, síðan er séttungur er af tekinn og að Rauðavatnsósi. Þar fylgja hestar þrír, engi verri en XIIII aurar. Þar hverfur og til í Kjör með áveiði þeirri er þar fylgir að helfningi og á Hrútafjarðarheiði og ítök þau er hann á í Faxa dal og Geitland með skógi. Skógur í Sanddali niður frá Sklakkagili um skálatóft, gengur mark fyr neðan úr steinum þeim er heita Klofningar. Þeir standa við Sanddalsá. Og þar upp á fjallsbrún. Þar fylgir og skógur í Þverárhlíð að í Steinþórsstaðaland. niður fært. Hér liggja til tíu hundruð (og er Ormur b. gaf í d. Gil. s.) í bókum og í messu fötum og í kirkju skrúði fyr utan klukkur II. Þeir eru óvirðar. Magnús og Hallfríður gefa til kirkju og lík neski þau er standa yfir altara og búning á Það er kirkju fé um fram of það er áður er talt. Kirkju fé fylgja tvær merkur vax og tuttugu. Þau liggja lönd til kirkju: Breiðabólstaður og Reykja land og Hægindi. Hér fylgja enn kirkjufé sjö í Sá er býr í Reykjaholti skal annast Háfsland og tvö kúgildi búfjár með. Því fé skal fylgja hver misseri og skal sá hann til taka er í Reykja holti býr. Þessi kirkju fé er eru í bókum og í messu fötum og í kirkju skrúði virtu til sextugu hundraða í hendur Snorra þeir Gizur og Þórður og Ketill Hermundarson og Högni prestur. Skrín það er stendur á altara með gefa þeir Magnús og Snorri að helfningi hvor þeirra og er þetta kirkju fé um fram of það er áður er talið. Kirkja á enn um fram klukkur þær er þau Snorri og Hallveig leggja til staðar, II og II Árna nautar en Vta en VIta Péturs nautur, og þar með messu föt en bestu II script. Þessa á kirkja í Reykjaholti. Undir Felli ytra þriðjungur hvalreka og hálfur viðreki og land hálft. Undir innra Felli þriðj ungur hvalreka og líkt í ágóða sem undir ytra Felli. Þriðjungur hvorttveggja í ágóða. Á Munaðarnesi fjórðungur hvalreka. Að Kambi fjórðungur í hvalreka. Í Byrgisvík fjórðungur í hvalreka.