Skólavefur
Vefur Þjóðskjalasafns Íslands
I Íslenska 403 Íslandsklukkan Stærri mynd
Baksvið Íslandsklukkunnar [2.1]
Kvörtun með eiginhandarundirskrift Jóns Hreggviðssonar
Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Kvörtun með eiginhandarundirskrift Jóns Hreggviðssonar.
Borgarfjarðarprófastsdæmi AC/1.
Héraðsbók Halldórs Jónssonar 1663-1699.

Anno 1692, þann 3. október, kom Jón Hreggviðsson á fund prófastsins, sr. Halldórs Jónssonar að Reykholti, og sagði að sinn sóknarprestur, sr. Jón Jónsson, hefði viðtafið og undandregið sér aflausn og h. al[t]arisins að veita. Þar hann hefði þess óskað hefði sr. Jón þá svarað að hann bæði Jón að bíða. Þykist Jón Hreggviðsson ekki vel kominn ef lengi skal missa eður vera fyrir utan gagn h. og ekki vita fyrir hverja orðsök löglega hann skuli frá fallinn vera h. aflausn og sakramenti, því orð uppá sig sögð og skrifuð er talað hefði 10. sunnudag eftir , sem var sá 31. júlí mánaðar, að Innra-Hólmi á Akranesi og prófasturinn honum las nú samstundis, segist hann ekki muna né vitað sig hafa talað. En sé svo að hann hafi brotlegur orðið á nefndum degi með orðum eður verkum við nokkurn mann, hærri stéttar eður lægri, þá vilji hann það feginsamlega kvitt og fyrirgefið fá og hafa af guði og mönnum og í hlýðni vera og finnast í því yfirvöldin virðugleg tilbærilega á sig leggja. Þessu lofaði Jón Hreggviðsson prófastinum með . Til staðfestu hans eigið undirskrifað nafn með eigin hendi, sama stað ár og dag sem fyrr greinir.
Jón Hreggviðsson MEH

Viðstaddir voru undirskrifaðir:
Hannes Halldórsson .

Áki Eiríksson
Ólafur Eiríksson