Skólavefur
Vefur Þjóðskjalasafns Íslands
I Saga 403 Sjöundármál
Stærri mynd
Sjöundármál
Dómur Landsyfirréttar yfir Bjarna Bjarnasyni og Steinunni Sveinsdóttur

Síða 1 af 7
Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Sjöundármál.
Dómur Landsyfirréttar
yfir Bjarna Bjarnasyni og Steinunni Sveinsdóttur.
Skjalasafn Landsyfirréttar 1803, mál nr. 3.

Dómur uppsagður í hinum konunglega landsyfirrétti á Íslandi, þann 4. maí 1803, í morðmálinu úr Barðastrandarsýslu:
Af gengnum og dómi að Sauðlauksdal, í næstliðnum nóvember, er ljóst að giftur bóndi, Bjarni Bjarnason á Sjöundá innan Barðastrandarsýslu, hefur lagst á hugi við ektakvinnu sambýlismanns síns, Jóns Þorgrímssonar, að nafni Steinunni Sveinsdóttur um veturinn 1802 og, eftir Bjarna og Steinunnar stöðugri haft með henni. Af þessu reis að líkindum megn milli sambýlisfólksins. Einkum hótuðu þau Bjarni og Steinunn bóndanum Jóni illu og sér í lagi konu Bjarna, Guðrúnu Egilsdóttur, ef hún fyndi að lifnaði þeirra eða bæri hann út. Á aðra síðuna leiddi dagvaxandi heift á milli þeirra seku og vanvirtu persóna en á hina vaxandi lostagirnd þau Bjarna og Steinunni til að ráðgast um og ásetja að fremja morðillvirki á Jóni bónda Þorgrímssyni, þegar hentugleikar byðust. Bjarni lýsir að Steinunn hafi sig þar til hvatt, verið í ráði og vitorði með sér, en illræðið fullkomnaði hann loksins þann 1. apríl 1801 með því að rota mann