Sjöundármál
Dómur Landsyfirréttar
yfir Bjarna Bjarnasyni
og Steinunni Sveinsdóttur

Skjalið

Skjalið er varðveitt í Þjóðskjalasafni í Skjalasafni Landsyfirréttar 1803, mál nr. 3.

Efni skjalsins

Dómur Landsyfirréttar yfir Bjarna Bjarnasyni og Steinunni Sveinsdóttur.

Sögulegt baksvið

Sjöundármálið er meðal þekktari morðmála Íslandssögunnar. Á Sjöundá í Barðastrandarsýslu bjuggu tvenn hjón, Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir og Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir. Ástir tókust með þeim Bjarna og Steinunni og lauk svo að þau myrtu maka sína, Jón og Guðrúnu. Þau voru bæði dæmd til dauða. Bjarni var fluttur til Noregs og tekinn þar af lífi en Steinunn dó í fangahúsinu í Reykjavík og var husluð utangarðs upp í Skólavörðuholti, þar sem síðar var kallað Steinkudys. Gunnar Gunnarsson skáld byggði sögu sína Svartfugl á þessum atburðum.

Heimildir

Einar Laxness, Íslandssaga a-ö. Reykjavík 1995. Vaka-Helgafell