Skólavefur
Vefur Þjóðskjalasafns Íslands
I Íslenska 403 Íslandsklukkan
Stærri mynd
Baksvið Íslandsklukkunnar [1.1]
Dómur um morðmál Jóns Hreggviðssonar á alþingi 1684
Smelltu hér til sjá stærri mynd

Dómur um morðmál Jóns Hreggviðssonar á alþingi 1684.
Skjalasafn Öxarárþings.

Um morð Jóns Hreggviðssonar í Þverárþingi

Var í auglýstur sá sem skeð og fram farið hefur um mál Jóns Hreggviðssonar.

Af sýslumanninum Guðmundi Jónssyni á Saurbæjarþingi 5. nóvember 1683, síðan á Kjalardal 20. nóvember sama árs, þá enn síðar á Kjalardal 15. desember sama árs, hverju svo er varið að á föstudaginn fyrstan í vetri sem var hafði Sigurður Snorrason dauður fundist í læk nokkrum, sem rennur í austur af Miðfellslandi í Stranda[r]hrepp og Þverárþingi, og hafa 6 menn, sem viðstaddir voru og hann upp úr læknum tóku, svo sína sögu að líkami Sigurðar heitins Snorrasonar hafi verið harðstirðnaður, hans augu, nasir og munnur höfuðið staðið og óvenjulega stirt. En orðsök til þess að Jón Hreggviðsson er framar öðrum grunsamur hafður um dráp Sigurðar Snorrasonar auglýsist af því sem í téðan sýslumannsins dóm er innfært á þennan hátt, að á Ytra-Miðfelli, heimili Sigurðar Magnússonar, honum sjálfum ásamt valdsmanninum Guðmundi Jónssyni, Illuga Nikulássyni og Benedikt Sigurðssyni viðstöddum, hafi þeir Sigurður Snorrason og Jón Hreggviðsson svo að Sigurður hafi slegið Jón með keyri, til hvörra atvika Jón Hreggviðsson segist ekki muna, því drukkinn verið hefði, hvar á mót þeir nærstaddir menn bera að hann svo drukkinn