Skólavefur
Vefur Þjóðskjalasafns Íslands
I Íslenska 403 Íslandsklukkan
Stærri mynd
Baksvið Íslandsklukkunnar [3.1]
Dómur yfir Magnúsi Sigurðssyni í Bræðratungu,
kveðinn upp á Vatnsleysu í Biskupstungum 28. apríl 1704, fyrir níðbréf um Árna Magnússon
Smelltu hér til sjá stærri mynd

Dómur yfir Magnúsi Sigurðssyni í Bræðratungu.
Árnessýsla V,4.
Dóma- og þingbók 1703-1705.

[Athugið að dómurinn hefst um miðja síðu. Efst er niðurlag annars dóms.]










1704, d. 28. apríl, að Vatnsleysu í Biskupstungum settu héraðsþingi af sýslumanninum Vigfúsi Hannessyni, voru eftirskrifaðir menn í dóm nefndir: Illugi Vigfússon, Sigurður Guðnason, Ófeigur Magnússon lögréttumenn; Axel Friðrik Jónsson, Gísli Ásmundsson og Styr Þorvaldsson, um það málefni sem eðla Árni Magnússon, hafði með stefnu tiltala látið Magnúsi Sigurðssyni á Bræðratungu þann 10. apríl mánaðar þessa árs 1704 hingað á þennan stað og dag undir það endilegt álit sem hér nú gjört yrði.