Íslenska 403
Íslandsklukkan
Dómur yfir Magnúsi Sigurðssyni
Verkefni 3

Dómur 1704 yfir Magnúsi Sigurðssyni frá Bræðratungu fyrir níð um Árna Magnússon.

  1. Athugið samskipti Magnúsar í Bræðratungu og Arnasar Arnæusar í Íslandsklukkunni ( 11. kafli í Hinu ljósa mani, bls. 246-248, 13. kafli bls. 262-263, 14. kafli bls. 274-276, 17. kafli; um dóminn bls. 290 (orð Sr. Sigurðar dómkirkjuprests, 19. kafli bls. 300 (ummæli Sigurðar Eydalíns lögmanns)).

  2. Rekið í stuttu en skýru máli hvernig samskiptin ganga fyrir sig á milli þeirra í Íslandsklukku Halldórs Laxness. Í hverju felst ákæra Magnúsar á hendur Arnasar? Hver eru viðbrögð Arnasar við ákæru Magnúsar?

  3. Skoðið dóminn frá 1704 (bls. 10 og 11). Fyrir hvað stefnir Árni Magnússon Magnúsi Sigurðssyni? Rekið í stuttu en skýru máli. Athugið m. a. hvert Magnúsi ber að greiða sektina. Hver er niðurstaða dómsins?

  4. Er samræmi á milli þess hvernig Halldór Laxness notar þetta mál í Íslandsklukkunni og þess hvernig það var í raunveruleikanum. Rökstyðjið. Skoðið í því sambandi nöfn persóna í raunveruleikanum og í skjölunum.

  5. Skoðið málið (orð og stíl) á dómnum. Getið þið fundið svipað orðalag í Íslandsklukkunni? Sýnið með dæmum.