Dómur hérađsţings Árnessýslu
yfir Magnúsi Sigurđssyni
í Brćđratungu

Skjaliđ

Skjaliđ er úr Dóma- og ţingbók Árnessýslu 1703-1705 (Árnessýsla V,4), sem varđveitt er í Ţjóđskjalasafni Íslands.

Sýslumenn héldu bćkur yfir embćttisverk sín, t.d. bréfabćkur, skiptabćkur og margs konar gjaldabćkur en einnig dóma- og ţingbćkur ţar sem skráđur var málarekstur á ţingum. Tiltölulega fáar dómabćkur sýslumanna eru til frá 17. öld svo ţessi bók Vigfúsar Hannessoanr sýslumanns í Árnessýslu er međ ţeim elstu.

Efni skjalsins

Hér er rakiđ upphafiđ ađ málaferlum Árna Magnússonar og Magnúsar Sigurđssonar sem mikiđ er byggt á í Íslandsklukkunni. Magnús hafđi sent kćrubréf yfir Árna fyrir óleyfilegan samgang viđ konu sína, Ţórdísi Jónsdóttur og Árni bregst viđ af mikilli hörku.

Ţađ er athyglisvert viđ málareksturinn ađ mikil áhersla er lögđ á formlegheit, t.d. ađ stefnur séu birtar međ réttmćtum hćtti, frestir virtir og fariđ ađ lögum í allan máta. Ţess vegna er mikiđ vitnađ í fornar lagagreinar.

Sögulegt baksviđ

Íslandsklukkan fjallar um atburđi sem gerđust í lok sautjándu aldar og í upphafi hinnar átjándu, einu myrkasta skeiđi íslenskrar sögu. Höfundur hennar Halldór Laxness skrifađi hana á árunum 1943-46 og er hún í 3 bindum. Höfundur lćtur ţess getiđ ađ bókin sé ekki "sagnfrćđileg skáldsaga", " heldur lúti persónur hennar, atburđir og stíll einvörđúngu lögmálum verksins sjálfs". Ţrátt fyrir ţessar yfirlýsingar er ţó ljóst ađ sagan stendur djúpum rótum í ţjóđfélagsveruleik sögutímans.

Ţađ sem einkenndi sögutímann var ađ landiđ heyrđi undir Danakonung og einokunarverslun Dana á Íslandi var allsráđandi ásamt hinum illrćmda Stórdómi. Réttarfariđ var háđ duttlungum embćttismanna sem voru erindrekar Danakonungs. Á ţessum tíma var illt árferđi, farsóttir geisuđu s. s. stórabóla, sem felldi um ţriđjung ţjóđarinnar.
Mál Jóns Hreggviđssonar er byggt á raunverulegum atburđum. Hann var dćmdur fyrir snćrisţjófnađ til húđláts og síđar fyrir morđ á embćttismanni konungs, böđlinum. Var Jón handtekinn og fluttur í varđhald á Bessastöđum ţar sem honum var haldiđ í 6 mánuđi án dóms í málinu. Sagan fjallar síđan um afdrif Jóns sem sakamanns ýmist á Íslandi eđa í Danmörku, í leit sinni ađ réttlćtinu.
Viđ sögu koma ýmsar ţekktar persónur sem flestar eru taldar eiga sér einhverja fyrirmynd í raunveruleikanum. Má ţar nefna Árna Magnússon prófessor og handritasafnara sem er fyrirmynd Arnasar Arneusar, Magnús Sigurđsson í Brćđratungu sem svo er einnig nefndur í sögunni og Snćfríđi Íslandssól sem talin er eiga fyrirmynd í konu Magnúsar, Ţórdísi Jónsdóttur, sem var í raun systir konu Jóns Vídalíns biskups í Skálholti. Atburđir sem ţessar persónur eru ţátttakendur í í Íslandsklukkunni hafa ţví margir hverjir átt sér stađ í raunveruleikanum.
Ritunartími sögunnar er á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og hafa ýmsir bent á ađ sjálfstćđisbarátta smáţjóđar sé kveikjan ađ sögunni ţó höfundur setji hana inn í ađstćđur sem gerast löngu fyrir ţann tíma.

Heimildir