Dulsmál úr Múlasýslu 1724.
Síða 1.
Skjalasafn amtmanns II, 42 a.
Bréf úr Norður-Múlasýslu til amtmanns.
1724, þann 8. júní, að Dvergasteini í Seyðisfirði settu
Eftir það fyrrskrifað þingskrif var af sveitarmönnum undirskrifað nefndi sýslumaðurinn, Jens Pétursson Wium, oss
menn - Vigfús Pétursson, Jón Þorleifsson lögréttumenn; Nikulás Gíslason, Vigfús Pétursson, Jón Oddsson, Þorstein Jónsson, Odd Ketilsson og Stíg Jónsson - til að sitja réttinn og að vitna um sérhvað það sem hér á þessu þingi fyrir réttinum auglýstist og framfæri. Og var fyrst lesið eftirskrifað bréf sóknarprestsins og nokkurra annarra sveitarmanna, sem hér orðrétt innfærist:
Anno 1724, þann 25. maí, aðspurði heiðurlegur
séra Vigfús Sigfússon Halldóru Jónsdóttur á Þórarinsstöðum í eftirskrifaðra viðurvist - Högna Hallssonar, Rögnvaldar Steingrímssonar og Andrésar Árnasonar - hvort hún hefði barn eður barnsmynd af sér fætt, hvar upp á hennar faðir Jón Eyjólfsson svoleiðis svaraði: Ekki er hana að því að spyrja. Og þar eftir áminnt af sínum föður, að rétt og satt hér um segja skyldi,
þá það hún hefði barnsmynd af sér fætt, að hverri barnsmynd hún meðkenndi Orm Einarsson á Brennistöðum holdlegan föður vera. Framar aðspurði presturinn hvað af greindri barnsmynd gjört hefði verið, hvar til hennar faðir svaraði að hún í Dvergasteinskirkjugarð komin væri. En
þetta var öllum oss
virtist prestinum og öðrum sveitarmönnum þessi hans saga ótrúleg,
áðurnefndur heiðurlegur kennimaður, séra Vigfús Sigfússon, með eftirskrifuðum honum meðfylgjandi mönnum - Jóni Ketilssyni, Jóni Steingrímssyni,