Dulsmál úr Múlasýslu 1724 |
Skjaliđ
Skjaliđ er úr Skjalasafni amtmanns II, 42a. Bréf úr Norđur-Múlasýslu til amtmanns. Varđveitt í Ţjóđskjalasafni Íslands.
Efni skjalsins
Halldóra Jónsdóttir og fađir hennar Jón Eyjólfsson á Ţórarinsstöđum í Seyđisfirđi áttu barn saman eftir ađ hann hafđi nauđgađ henni. Barniđ fćddist 1724 en Jón gróf ţađ í gólf án hennar vitundar. Máliđ komst upp og ţau voru dćmd til dauđa. Dómurinn var stađfestur á alţingi 1725 og Jón höggvinn en mál Halldóru dróst á langinn. Hún var loks tekin af lífi 17. ágúst 1729.
Sögulegt baksviđ
Dulsmál eru ţau sakamál kölluđ fyrr á öldum ţar sem kona, sem ól barn, deyddi ţađ á laun, stundum í vitorđi međ barnsföđur eđa öđrum. Hér er ţví ekki átt viđ sakamál ţar sem smábörn eđa ung börn voru myrt heldur eingöngu ţegar fćđingu er leynt og nýfćddu barni fyrirkomiđ á einhvern hátt. Oft voru dulsmál tengd broti gegn ákvćđum Stóradóms sem gekk í gildi 1564 og voru refsingar ţungar, m.a. dauđadómur. Átti fólk ţá oft ekki annars úrkosta til ađ dylja ólöglega barnsfćđingu en ađ deyđa barniđ og freista ţess ađ komast undan hinum hörđu refsiákvćđum.
(Byggt á Einari Laxness. Íslandssaga a-ö, I. bindi. Reykjavík 1995. Vaka-Helgafell).
Heimildir