Skólavefur
Vefur Þjóðskjalasafns Íslands
I Saga 103 Skaftáreldar
Stærri mynd
Skaftáreldar
Bréf frá bændum í Leiðvallahreppi
þar sem þeir útmála eymd sína og fara fram á afslátt af jarðaleigu
vegna harðindanna, 18. júní 1785.

Síða 1
Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Skaftáreldar.
Bréf frá bændum í Leiðvallahreppi.
Síða 1.
Skjalasafn stiftamtmanns III, nr. 115.

Höjborni háeðla herra stiftamtmann.
Með þessum til neyðunst vér, vesælir og aumir innbyggendur í Leiðvallarhrepp innan Skaftafellssýslu, við kóngins jarðir enn þá hjarandi, vér í vorri lífs nauðsyn til yðar herradóms og tjáum yður vort neyðar ástand og að þar sem við vorum hér svo nálægir þeim skaðsama eldsbruna árið 1783 að hann ekki einasta brenndi hér upp jarðir með kviku og dauðu, og rak oss á flótta suma hverja, heldur með reykjar gufu og brenni steini hér allan jarðarinnar á vöxt svo gripirnir dóu hér, eins um sumarið sem um veturinn eftir, frá fullkomnu fóðri en þeir fáir, sem eftir hjörðu, magrir og eru enn þá ekki heilbrigðir orðnir vegna þess sjúkleika og enn þá reykjar svælu er enn viðvarir.
Um veturinn 1784 misstum vér flestalla okkar lífs bjargar gripi, bæði úti á jörðinni og líka inni frá nógu fóðri, meðal hverra að voru kóngsins jarða okkur byggð og erum við orðnir svo fátækir að við getum eigi skuldir lengur goldið utan við látum þann eina grip sem eftir stendur eður fleiri af mjög fáum og líf vort einasta á stendur. oss því að vita hvert vér skulum þessa okkar fáu gripi í þessar jarðaskuldir úti láta og ganga svo frá, þar ekkert er annað væntanlegt sem við getum úti látið af neinu sem gjaldgengt er. Því inn flýjum vér allra til yðar herradóms,