Auk skjalanna þarf Íslandssögu a-ö eftir Einar Laxness og Íslenskan söguatlas I.
- Finnið á korti Lakagíga og Kirkjubæjarklaustur.
- Endursegið í stuttu máli frásögn Jóns Steingrímssonar af upphafi eldsumbrotanna.
- Bréf frá konungslandsetum í Leiðvallahreppi. Hvað segir efni bréfsins og undirskriftir bændanna um þá sjálfa (bls. 9-10)?
- Skrá yfir látna á Kirkjubæjarklaustri 1875. Hver var aldursdreifingin og meðalaldur fólksins (bls. 13)?
- Notið Íslenskan söguatlas til að sjá hversu margir fæddust og dóu á Íslandi árin 1783 og 1784.
- Notið Íslandssögu a-ö eftir Einar Laxness og gerið skrá um áhrif Skaftárelda á:
- mannfjölda
- fjölda nautgripa
- fjölda sauðfjár
- fjölda hrossa
- fjölda bæja í eyði.