Skólavefur
Vefur Þjóðskjalasafns Íslands
I Íslenska 403 Skaftáreldar
Stærri mynd
Skaftáreldar
Lítið ágrip um nýja eldsuppkomu...

Síða 1
Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Skaftáreldar.
Lítið ágrip um nýja eldsuppkomu...
Síða 1.
Íslenska stjórnardeildin IX, nr. 8. Islands Journal 9, nr. 1438.

Lítið ágrip um nýja eldsuppkomu í vestara parti Skaftafellssýslu og þess verkanir sem framkomnar eru

Í svokölluðum Síðusveitar í fullu af Síðujöklinum gaf sig til ein eldgjá eftir mikla jarðskjálfta þann 8. júní næstliðna dreif þá ösku og loðnu sandfalli yfir þessa sveit að sporrakt varð á jörðu á þriðja dægri þar frá. Kom af eld- og gufumökknum sem uppsté af gjánni er þá fyrir fullt og allt sýndi sig með mörgum logum, stórdropótt vatnshríð af samanblönduðu söltu og brennisteinsluktandi vatni sem sveið í augu og handarbök nær það féll á jörðina sem þá var komin í besta blóma visnaði grasið jafnskjótt upp að rótum og fékk gulan lit og svo urðu fætur á öllum kvikfénaði sem um það gekk og gekk svo inn í að á féllu sár og fleiður. Hér ofan á kom beiskur lofthiti af eldinum sem sló upp á loftið, og gjörði sólina rauðlitaða sem blóð, að hvorki gafst hennar náttúrulegur varmi né heldur regn eður náttúrlegt náttfall, sem nokkra daga viðvarði. Áminnstu öskufalli og rigningu fylgdi sú og ólykt sem enn að nokkru leyti viðvarir, að menn sérdeilis þola tæplega að draga andann af loftinu af hverju þeir eru þunglega haldnir hvern enda sem guð lætur soddan hafa.
Nú er að tala um mállausar skepnur. Þegar öskufallið og brennisteinsregnið yfir dreif gat enginn kvikfénaður sér til nokkra nota gras bitið heldur hvað þar af varð bitið gjörði þá mestu ólyfjan í innyflunum. Hlupu því skepnurnar hingað og þangað í torfærur og ófæra vegu. Öllu ærfé var sleppt því það sinnti ei lömbum og það ei og ei var afskorið hefur ei síðan sést nema fáeinar skepnur sem nú eru að hrynja niður og þeir bestu gömlu sauðir sem hér voru finnast nú hingað og þangað svo það lítur út til þess að hér á Síðu verði ei eftir ein lifandi skepna af sauðfé. Naut og kúpeningur er hér og einn dag eftir annan af grassins ólyfjan að drepast.
Hér að auki gaf frá sér áðurnefnd gjá eitt með ófráskýranlegum býsnum sem féll úr henni í áður áminnst Skaftárgljúfur sem liggur fyrir ofan og mikinn part þessarar Síðusveitar. Hvar í varð svo mikill eldstraumur 12. júní sem viðhaldist hefur nótt og dag, svo stórt til að mynda sem Hvítá við Skálholtshamri, hvar í flotið hafa svo stór logandi björg sem stór hús eður steypireyður væru á floti. Þetta eldflóð sem á undirlendum hefur storknað og orðið að í hverjum þó hefur einn tíma eftir annan aftur kviknað. Hafa þessar umbreytingar og eyðileggingar af sér gjört að í þessu Kirkjubæjar- eður Kleifarþinglagi eru afteknir allir undirlendishagar og skógar í Skaftárdal, uppskrælt af eldhitanum tún, skóga og hagbeitarland. Á á Síðu nærfellt með öllum túnum og húsum, en öldungis alla hagbeit og skóg í Hraununum.