Sjöundármál
Fyrsta yfirheyrsla yfir Bjarna Bjarnasyni og Steinunni Sveinsdóttur
Síða 1 af 11
Sjöundármál.
Fyrsta yfirheyrsla yfir Bjarna Bjarnasyni og Steinunni Sveinsdóttur.
Skjalasafn Landsyfirréttar 1803, mál nr. 3.
Meðan þessi 4 skjöl voru upp lesin og
var Bjarni látinn vera úti fyrir dyrum og nú á ný, eins og fyrr, laus og liðugur fyrir réttinn inn látinn. Var honum þá af réttinum tilsagt eftir stefnunnar
að fram segja greinilega allar kringumstæður við dauða þeirra Jóns heitins og Guðrúnar konu sinnar, þar hann ei vildi
nokkurn sinn
til hans, hvað hann og gjörði svoleiðis:
Á fimmtudaginn annan í
lítið fyrir miðjan dag fórum við Jón heitinn að láta út kindur okkar og rákum þær saman ofan í fjöruna, gengum svo saman að fjárhúsunum aftur. Þar skildum við. Fór ég heim en hann neðan á dal á þann veg sem liggur að Skorarhlíðum, svo sem hann gjörði ráð fyrir við mig, að hann ætlaði að reyna hvort þær væru ei færar, því í Skor (sem aðskilst frá Sjöundá með greindum hlíðum) áttum við sameiginlega hey, sem