|
Íslenska 403 Svartfugl – Sjöundármálið Verkefni |
Gunnar Gunnarsson rithöfundur styðst við raunverulegt sakamál sem söguefni í sögu sinni Svartfugli sem kom fyrst út á dönsku 1929 en síðar á íslensku í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar árið 1938. Sakamálið sem um ræðir gerðist á árunum 1802-05 „er Bjarni Bjarnason bóndi á Sjöundá drap sambýlismann sinn, Jón Þorgrímsson og banaði síðar konu sinni, Guðrúnu Egilsdóttur, með aðstoð ekkju Jóns, Steinunnar Sveinsdóttur er hann var í þingum við“ (Gunnar Gunnarsson, 1978, bls. 252).
Gunnar segir: „Því hafði slegið niður í mér, er ég leit heim að Sjöundá og minntist Steinkudysar, að þarna væri frásagnarefni fyrir mig. Þessa sögu myndi ég geta sagt. Ekki nákvæmlega eins og hún gerðist, - það er aldrei hægt. En ég mundi geta sagt hana eins og hún hefði getað gerzt. Ef mér heppnaðist vel, myndi ég meira að segja geta sagt hana eins og hún hefði átt að gerast! Lengra kemst enginn.“
Hér má hafa til hliðsjónar útgáfu AB frá 1978 á Svartfugli, en þar er að finna ritgerð um söguna eftir Svein Skorra Höskuldsson bls. 227-258.
Verkefni