Skólavefur
Vefur Þjóðskjalasafns Íslands
I Íslenska 403 Sjálfstætt fólk Stærri mynd

Úr skýrslu um heilbrigðisástandið í Skipaskagahéraði árið 1916
Mynd 7 af 9
Smelltu hér til að sjá stærri mynd
Úr skýrslu um heilbrigðisástandið í Skipaskagahéraði árið 1916.
ÞÍ Skjalasafn landlæknis. Ársskýrslur héraðslækna 1916.



ullarverksmiðjunum mestmegnis notaðar til utan yfir fata. Í sveitinni er ullarnærfatnaður algengari en lítið orðið um vefnað til fata. Verksmiðjurnar innlendu hafa einnig þar góða viðskiptavini.


Nú síðustu árin hefir heldur komið apturkippur með böðin. Hef jeg ekki eins opt orðið var við baðanir í sjó eins og áður. Þó eru allmargir orðnir vel syntir. Svona er það hjer í kauptúninu. Aptur á móti ganga sumar sveitirnar á undan, einkum Leirársveitin. Þar baðar unga fólkið sig iðuglega, ýmist í sjó eða sundlaug sem þar er og kenna öðrum listina.




17. Viðurværi hefir verið gott til þessa. Hjer í kauptúninu hafa menn nógan fisk og kartöflur, en lítið um kjöt og slátur vegna dýrtíðar. Hefir mörgu heimilinu brugðið við að hjer var ekkert slátur fáanlegt í haust. Það litla sem menn gátu keypt varð að sækja til Borgarness eða Reykjavíkur. Rúgmjöl, hveiti og sykur hafa menn haft