Úr skýrslu um heilbrigðisástandið í Skipaskagahéraði árið 1916.
ÞÍ Skjalasafn landlæknis. Ársskýrslur héraðslækna 1916.
|
skolpi er venjulegast fleygt í garðana. Þó hafa margir nú orðið steinsteyptar gryfjur fyrir skólp og annan úrgang. Talsverð vanhirðing er með slor fiskimanna á vorin, einkum þegar afli er mikill og menn gefa sjer ekki tíma til að hirða það í garðana. Fjaran er opt illa útlítandi þá og af því menn hafa ekki enn fengist til að hafa þjett ílát í fjörunni til að fleygja slorinu í hefir það opt orðið að bíða stórstraumsflóðs er það taki út. Heilbrigðisnefnd hefir átt í miklum örðugleikum út af þessu. Einu gat nefndin þó komið í lag á þessu ári og það var að fluttir voru bræðsluskúrar þeir frá gatnamótum, sem þeir áður stóðu, langt frá öllum húsum svo til lítils baga verða eptirleiðis.
16. Klæðaburður er góður, að vísu er lítið unnið úr ull hjer í kauptúninu sökum hins háa verðs sem á henni hefir verið, svo flestir verða að nota útlendan nærfatnað. Aptur á móti er efni úr innlendu
|