Skólavefur
Vefur Þjóðskjalasafns Íslands
I Íslenska 403 Sjálfstætt fólk Stærri mynd

Fasteignamat á Sænautaseli árið 1916
Mynd 1 af 2
Smelltu hér til að sjá stærri mynd
Fasteignamat á Sænautaseli 1916.
ÞÍ. Fasteignamat 1916-1918.


141 Sænautasel

Eigandi og ábúandi Þórður G. Guðmundsson.
Í jarðamati 1861 er jörð þessi talin unda[n] Hákonarstöðum og ekki sérmetin, en hreppstjóri segir hana talda 5 að dýrleika í hreppstjórabókum Jökuldalshrepps.
Skattanefnd hefir ekki metið jörðina til en núverandi eigandi segist hafa keypt hana árið 1915 fyrir kr. 900,00 og mun mega telja landskuld hæfilega um kr. 40,00.

I. Lýsing jarðarinnar.

A. Jarðnytjar.
1. Túnið er talið um 65 harðlent og snögglent og í lélegri rækt. Gefur af sér 12-15
2. Matjurtagarðar engir ræktaðir.
3. Útengjar.
Engjar eru nærtækar, sæmilega grasgefnar, þurrar og greiðfærar. Hey gott til fóðurs. Meðal heyfengur 160 hestar.
4. Beitiland.
Sumarhagar góðir fyrir allan búpening en vorar oft seint sökum legu jarðarinnar. Vetrarbeit fyrir sauðfénað sérlega kjarngóð og oft notadrjúg. Hrossaganga á vetrum oft stopul.
B. Önnur jarðargæði.
1. Góð silungsveiði en engar upplýsingar hafa fengist um tekjur af henni.
2. Torfrista góð og allt byggingarefni gott og nærtækt.
3. Smalamennska mjög
C. Sérstakir ókostir.
1. engin.
2. Túnið háð skemmdum af sandfoki.
3. Aðflutningar langir og erfiðir og allar samgöngur vondar.

II.

Framfleytt hefur verið undanfarin ár: 1 kú, 80 fjár og 5 hrossum með 2-3 mönnum til heyskapar. er ætlað: Fyrir kýr 30 hestar, ær og lömb 1½ hestur og hross 7 hestar. Ekki getur ábúandi þess hvort auka mætti áhöfn enda öll svör hans jafn stutt.

III. Landamerki innfærð í landamerkjabók nr. 2, bls. 153-154, þinglýst 6. júní 1894.