Minnispunktar Gerlachs í íslenskri þýðingu |
Skjalið
Minnispunktar Gerlachs eru varðveittir í Þjóðskjalasafni Íslands; 1993-71 Fjármálaráðuneyti. Gerlachsskjöl sem gerð voru upptæk 1940. Frumgerð minnispunktanna hefur ekki komið í leitirnar. Um þýðanda þeirra á íslensku sjá kafla um efni skjalsins hér að neðan.
Efni skjalsins
Sögulegt baksvið
Heimsstyrjöldin síðari hófst með innrás Þjóðverja í Pólland 1. september 1939 og lauk með uppgjöf Japana 14. ágúst 1945. Áður höfðu Þjóðverjar gefist upp 7. maí 1945.
Gunnar M. Magnúss, Virkið í norðri, 1. bindi, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1947.
Íslenskur söguatlas 3. bindi, Reykjavík: Iðunn, 1994.
Þór Whitehead, Ófriður í aðsigi, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1980
Þór Whitehead, Stríð fyrir ströndum, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1985
Þór Whitehead, Milli vonar og ótta, Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1995
Þór Whitehead, Bretarnir koma, Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1999.
Dr. Werner Gerlach kom til Íslands sem ræðismaður Þjóðverja á Íslandi í apríl 1939. Hann var meðlimur í þýska nasistaflokknum, foringi í SS og vinur Heinrich Himmlers. Sjá nánar um hann og starfsemi hans á Íslandi hér.
Þór Whitehead er þökkuð margvísleg aðstoð við gerð þessa viðfangsefnis um minnispunkta Gerlachs.