Íslenska 403
Skaftáreldar
Verkefni
Kirkjubók Kirkjubæjarklausturs yfir dána 1785

Lesið uppskriftina úr kirkjubókinni og svarið eftirfarandi spurningum:

  1. Hvað merkir orðið ministerialbækur?

  2. Hvenær tók Sr. Jón Steingrímsson við prestakallinu á Kirkjubæjarklaustri?

  3. Hvað dóu margir árið 1784? Hvernig var staðið að greftrun hinna látnu?

  4. Útskýrið þessi orð Sr. Jóns í samhengi við trúarafstöðu hans og samtímamanna hans: Guð veri oss náðugur og refsi oss ei framar í sinni reiði.