Notið einnig Íslenskan söguatlas 3 og bækur Þórs Whitehead, Ísland í síðari heimsstyrjöld og Milli vonar og ótta.
- Almennt um Werner Gerlach: Ísland í síðari heimsstyrjöld, VII. kafli.
- Um heimili og fjölskyldu Gerlachs: Milli vonar og ótta, VII. kafli.
- Hvaða mynd dregur Gerlach upp af Íslendingum og hvers vegna varð hann fyrir sérstökum vonbrigðum með þjóðina (sjá t.d. bls. 2, 3, 4 og 9)?
- Hvað taldi Gerlach bera vott um að Íslendingar væru hallari undir Englendinga en Þjóðverja (sjá t.d. bls. 2-5)?
- Hvaða dæmi nefndi Gerlach um óþarflega jákvætt viðhorf Íslendinga til Gyðinga? Haldið þið að hann hafi haft rétt fyrir sér?
- Hvernig lýsti Gerlach ungu kynslóðinni og ástandi menntamála (sjá t.d. bls. 4, 6 og 7)?
- Lítið í Íslenskan söguatlas og kynnið ykkur listalíf Íslendinga á millistríðsárunum. Hvernig var það að mati Gerlachs?
Almennt um minnispunktana:
- Hver haldið þið að hafi verið tilgangurinn með þessum minnispunktum ræðismannsins? Handa hverjum var hann að skrifa?
- Hvað segja minnispunktarnir um höfund þeirra?
- Ímyndið ykkur viðbrögð
- þýskra ráðamanna
- íslenskra yfirvalda
við minnispunktunum.
- Hvað í ummælum Gerlachs kemur ykkur mest á óvart?
- Í hverju teljið þið einkum felast sannleikskorn?