Saga 103
Manntalið 1703
Verkefni 1

  1. Finnið Hólahrepp á Íslandskorti.

  2. Gerið lista yfir bæi og hversu margir búa á hverjum bæ. Hversu margir búa að meðaltali á hverju býli?

  3. Skiptið íbúum hreppsins í flokka skv. skífuriti á bls. 232 í Íslands- og mannkynssögu I frá Nýja bókafélagsinu.

  4. Athugið aldur fólks. Finnið bæði meðalaldur og aldursdreifingu.

Athugið!

Manntalsskráin á Excel-formi endurspeglar að mestu leyti hina prentuðu útgáfu manntalsins 1703. Fremst í skránni er fólkstal, rakið bæ frá bæ, og síðan koma skrár yfir sveitarómaga, niðursetninga, húsgangara og flakkara. Sveitarómagar og niðursetningar höfðu sveitfesti í tilteknum hreppi, en tilheyrðu ekki endilega ákveðnum bæ, þó svo gæti verið. Húsgangarar og flakkarar höfðu hvorki sveitfesti né heimilisfesti og tilheyrðu því hvorki tilteknum hreppi né ákveðnum bæ. Manntalstökumönnum var uppálagt að halda sérstaka skrá yfir utansveitarhúsgangsmenn og telja þá þar sem þeir gistu nóttina fyrir páska 1703. Slíkir gestir teljast að sjálfsögðu ekki til heimilismanna.