Siðbreytingin
Kirkjuskipan Kristjáns III
1 af 4

Af skírninnar embætti

Skírnin hún er ein innsiglan þeirra hluta er vér trúum af einkum guðs sáttmáli sem hann við oss bundið hefur í Kristó, styrkjandi trúna, og er hún merking iðranarinnar hver að krefur einn kristilegan lifnað. Börnin skulu í móðurmáli skírð vera og í sama sem er til. Þau skulu nakin vera og með vatni ausast. Þó skal hafa gát á þeirra hvort svo er tímum háttað að þau fái til kirkju færð að verða, því að skírnin veitist börnunum til hjálpar en ekki til
Svo skal nú eftir spyrja hvers barns það sé og hvort það er heima skírt. Sem hann heyrir að það er rétt skírt skal hann það með öngu móti endurskíra af því að ekki er nema ein skírn, Hann skal aðeins lesa það er trúarinnar í spurningum sem siður er til, það er með yfir barninu. Síðan skal hann segja til allra þeirra sem nærverandi eru og sérlega til guðfeðgininna, hverja að barnsins foreldrar skulu biðja þar til, svo og eftir á, þá það er skírt, ef hann fær því ekki [fyrri] við komið sakir flýtis:
Bræður og systur. Þetta barn er nú skírt, hafandi alla reiðu heilagan anda og fyrirgefning syndanna. Þar fyrir viljum vér ekki endurskíra það að vér ekki hæðum né löstum heilagan anda, hvar þið guðfeðginin skuluð öllum framar vitni um bera og gjöra guði þakkir sem það hefur fyrir Kristum meðtekið til náðarinnar.
Þar eftir skal hann segja til barnsins: Drottinn bæði varðveiti þinn inngang og útgang nú upp héðan og að eilífu, amen.
Þar með lesi presturinn þá síðustu oratiu sem til er gjörð í skírnarembættinu: Omnipotens deus. Með hið seinasta skal hann segja til guðfeðginanna með fáum orðum, að þeir skuli hér allstaðar vitni um bera og kunni svo að ske það barnsins