Skýrsla um heilbrigðisástand - uppskrift

öllum um slíkt, nema jeg áliti það sjálfur nauðsynlegt sem lyf, þegar er vínsölubannið komst hjer á fyrir 15 árum.

Kaffinautnin er mikil hjer við sjóinn, raunar eins til sveita, þó þeir hafi mjólkina. Hins vegar er hún þurrabúðarmönnunum nauðsynleg.

Kakós hefir ekkert verið neytt af því það hefir verið ófáanlegt.

Tóbaks[nautn] er því miður nokkuð mikil, bæði neftóbak og munntóbak sem sjómenn nota helst. Í ár hafa kaupmenn haft hjer gnægð af vindlingum (cigarettur), hefir venju fremur verið brúkað af þeim. Það versta er að unglingar, stundum innan fermingar, hafa sjest með vindling í túlanum. Er það illa farið, enda gjöra barnakennarar og skólanefnd sjer allt far um að afstýra þessum ófögnuði. Æskilegt væri að hreint aðflutningsbann kæmi á slíka vöru sem er hreinasta skaðræði unglingunum.

19. Engin lögboðin líkskoðun hefir farið fram.

Akranesi 24. febr. 1917,
Ólafur Finsen