Skýrsla um heilbrigðisástand - uppskrift

til þessa, en af skornum skammti þó. Mjólkin er bæði dýr og því nær ófáanleg, eða svo var það um tíma. Í sveitunum hefir verið mikið minna um fiskæti en undanfarandi. Þykir þeim hann of dýr fæða. Slátur hafa þeir haft nóg en minna um kindakjöt en vant er vegna hins háa verðs. Aptur á móti er hrossakjötsát mikið að tíðkast þar og þykir besti matur.

18. Áfengisnautn er hjer hverfandi lítil. Þó skal því eigi leynt að á síðasta ári hafa fáeinir menn sjest hjer víndrukknir. Þeir breysku eru of nærri Reykjavík. Það er þegar þeir hafa komið þaðan að sjest hefir vín á stöku manni. Því miður kunna ekki allir enn að meta blessun bannlaganna. En það skal sagt hjeraðsbúum mínum til maklegs hróss, að þeir hafa aldrei nokkru sinni farið þess á leit við mig að fá áfengi, enda vita þeir að það er ekki til neins, því jeg hafði þegar tekið þá ákvörðun og föstu stefnu að neita