Skýrsla um heilbrigðisástand - uppskrift

er nú kominn ofn og því orðið vistlegra þar en áður var.

15. Húsakynni mega yfirleitt teljast góð, einkum í kauptúninu. Fyrir nokkrum árum mátti heita að hvert húsið risi upp af öðru hjer í hjeraðinu, en nú hafa menn kippt að sjer hendinni sökum dýrtíðar. Hjer í kauptúninu hefir aðeins verið byggð 2 útihús eða geymsluskúrar. Þó er orðið hart um húsnæði hjer á Akranesi. Sama má segja um sveitirnar, byggingum hefir þar ekkert fjölgað á þessu ári.

Vatnsbólin hjer í kauptúninu eru allgóð, flestir brunnar steinsteyptir og vel frá þeim gengið og vatnið í þeim gott. Ýmsir hafa þegar leitt vatnið inn í húsin. Upp til sveita er þessu nokkuð ábótavant sumstaðar. Á einu heimili (Geitabergi) í Strandarhrepp er vatnið leitt inn í húsið og er snilldarfrágangur á því öllu. Vonandi koma fleiri heimili á eptir.

Hjer í kauptúninu er engin fráræsla,