Uppskrift dóms
2 af 5

Inntak þeirrar stefnu er svo orðað, hver nú fyrir réttinum upplesin var og uppáskrifað: Ákæruefni mitt til yðar er yðar bréf mér tilskrifað frá Bræðratungu þann 8. apríl næstliðna, hvar með ég held yður mig á mót réttu stórum hafa, því þér þar inni oftar en einu sinni að mér sveigt hafið þá hluti er ósæmilegir væri ef sannir reyndist. Í annan máta er nefnt í sömu stefnu, býst ég við á sögðum stað og degi, af valdsmanninum og tilnefndum dómsmönnum endilegs álits óska, hverju þér skuluð sekir verða fyrir sérhvað er í þessu yðar bréfi kann og mót réttu gjört virðast. Í þriðja máta er svo skrifað í nefndri stefnu, ætla ég og á fyrrsögðum stað og degi, yður svars að krefja og af dómendum að beiðast að þeir yður til andsvara skyldi, hverja meining þér haft hafið um eitt eður annað sem í fyrrsögðu yðar bréfi í skrifað stendur etc.

að stefnulestrinum voru Guttormur Símonarson og Gísli Loftsson, hverjir báðir hér persónulega að Þórður Þórðarson, sem fullkomna hafði stefnuna að birta, hefði stefnuna svo hátt og skilmerkilega lesið fyrir bæjardyrunum á Bræðratungu, heimili Magnúsar Sigurðssonar, að hann hefði mátt vel heyra hefði hann viljað, svo og nefndir stefnuvottar að áður en