Uppskrift dóms
1 af 5

1704, d. 28. apríl, að Vatnsleysu í Biskupstungum settu héraðsþingi af sýslumanninum Vigfúsi Hannessyni, voru eftirskrifaðir menn í dóm nefndir: Illugi Vigfússon, Sigurður Guðnason, Ófeigur Magnússon lögréttumenn; Axel Friðrik Jónsson, Gísli Ásmundsson og Styr Þorvaldsson, um það málefni sem eðla Árni Magnússon, hafði með stefnu tiltala látið Magnúsi Sigurðssyni á Bræðratungu þann 10. apríl mánaðar þessa árs 1704 hingað á þennan stað og dag undir það endilegt álit sem hér nú gjört yrði.