Minnispunktar Gerlachs
Síða 3 - skýringar

  1. „Í Þriðja ríkinu var afbrotamönnum miskunnarlaust varpað í þrælabúðir og margir þeirra vanaðir þar af SS-læknum, enda töldu nasistar, að glæpahneigð væri arfgengur kvilli. Samkynhneigð var refsiverð og fjöldi homma varð fyrir barðinu á nasistum, þótt kynhneigð sjálfs Adolfs Hitlers væri næsta óljós.“


  2. „Himmler, Alfred Rosenberg og aðrir hugmyndafræðingar nasista hötuðu kristna trú og vildu endurvekja ásatrú. Gerlach var einn margra SS-foringja, sem hafði sagt sig úr lútersku kirkjunni í Þýskalandi. Í stað kristinna hátíða, eins og jóla og páska, reyndi Himmler að endurvekja fornnorrænar sólstöðuhátíðir, sem Gerlach virðist að óreyndu hafa ætlað, að Íslendingar héldu enn hátíðlegar,“


  3. „Gerlach virðist hafa haldið, að jólatrésskemmtanir barna væru venjulegir dansleikir!“
  4. Skýringar eru úr bók Þórs Whiteheads, Milli vonar og ótta (Reykjavík, 1995), birtar með leyfi höfundar.