Minnispunktar Gerlachs
Síða 1 - skýringar

  1. Hinn 9. nóvember 1939 varð sprenging í Buergerbrau bjórkjallaranum í München, tæpum hálftíma eftir að Adolf Hitler hafði haldið þar magnþrungna ræðu þar sem hann kvaðst reiðubúinn í fimm ára stríð við Bretland. Sex manns létu lífið í sprengingunni og um sextíu særðust.


  2. "Gerlach hafði ekki gleymt hinum mikla leiðangri, sem rannsóknarstofnun SS, Ahnenerbe, hugðist senda til Íslands við fyrsta tækifæri til að grafa hér upp heiðið hof og aðrar fornminjar með hjálp ræðismannsins. Minjarnar vonuðust SS-menn til að geta notað í hagnýtum tilgangi, eins og við útgáfu myndabóka og framleiðslu eftirlíkinga í leirgerð svartliðsins í Dachau-þrælabúðunum."


  3. Tacitus, „[s]agnaritarinn rómverski, sem skrifaði um germönsku ættbálkana.“
  4. Skýringar 2 og 3 eru úr bók Þórs Whiteheads, Milli vonar og ótta (Reykjavík, 1995), birtar með leyfi höfundar.