Úr skýrslu um heilbrigðisástandið í Skipaskagahéraði árið 1916.
ÞÍ Skjalasafn landlæknis. Ársskýrslur héraðslækna 1916.
|
12. Meðferðin á sveitarómögum fer óðum batnandi, þótt sumstaðar sje henni ábótavant enn.
13. Ástand kirkna er það sama og áður var, ofnar engir í kirkjum Garðaprestakalls, eru þær kaldar og sem hjallar á vetrum. Í Saurbæjarprestakalli eru ofnar og þótt þeir sjeu ekki, að sögn kunnugra manna, svo góðir sem skyldi eru þeir þó til mikilla bóta. Kirkjurnar eru vel hirtar en sami tilfinnanlegi skorturinn á hrákadöllum.
Greptrunarsiðir eru þeir sömu og áður.
Kirkjugörðum er nokkurn veginn vel haldið við.
14. Samkomuhús eru þau sömu sem getið hefir verið áður. Hjer í kauptúninu eru allar samkomur fyrir almenning haldnar í Báruhúsinu. Er það vel hirt en reynist fremur lítið þegar um stærri samkomur er að ræða. Í skólahúsinu nýja hafa allar samkomur verið bannaðar. Gamli skólinn er enn þinghús hreppsins en þó orðinn of lítill. Í samkomuhúsi Leirsveitinga
|