Úr skýrslu um heilbrigðisástandið í Skipaskagahéraði árið 1916.
ÞÍ Skjalasafn landlæknis. Ársskýrslur héraðslækna 1916.
|
Jeg skoðaði þau nákvæmlega, sjerstaklega beindi jeg athygli minni að berklaveiki en fann ekkert með þann sjúkdóm. Þrjú kaupstaðabörn og eitt sveitabarn höfðu bronchitis, voru þau ekki látin fara í skólann fyrr en þeim var albatnað. Hvergi varð jeg var við kláða, en lús á tveim börnum. Voru þau frá fátæku heimili, sem varla áttu til skiptanna. Tilkynnti jeg það þegar viðkomandi hreppsnefnd, er síðan annaðist tafarlaust að bæta úr klæðaskortinum. Börn þessi fengu ekki að koma í skólann fyrr en þau voru komin í hrein föt og þrifin fyrir lúsinni. Barnakennarar allir voru heilsugóðir. Skólastaðirnir voru misjafnir. Hjer í kauptúninu er það gott, eins og tekið hefir verið fram í fyrri skýrslum mínum. Í sveitinni voru flestir nokkurn veginn viðunandi fyrst um sinn, en tæplega til frambúðar, ef börnum fjölgaði mikið. En á betri stöðum var ekki völ. Sum-
|