Skólavefur
Vefur Ţjóđskjalasafns Íslands
I Íslenska 403 Sjálfstćtt fólk

Halldór Laxness og Jökuldalsheiđin

Halldór Laxness ferđađist um Austurland áriđ 1926 og fór ţá međal annars um Jökuldalsheiđi, drakk kaffi í Veturhúsum og gisti í Sćnautaseli. Hann lagđi af stađ frá Reykjavík 18. ágúst 1926 međ strandferđaskipinu Esjunni og sigldi til Reyđarfjarđar. Ţađan hélt hann til Egilsstađa og svo ađ Hallormsstađ ţar sem hann orti ţekkt ljóđ sitt „Hallormsstađaskógur“ (Bláfjólu má í birkiskógnum líta…). Hann dvaldi svo hjá gömlum vini sínum, Bjarna Guđmundssyni lćkni á Brekku. Frá Hérađi fór hann um Fljótsdalsheiđi um miđjan nóvember ásamt Jóni Snćdal bónda á Eiríksstöđum á Jökuldal. Ţeir lentu í hrakningum, en náđu Eiríksstöđum heilir á húfi. Ţar dvaldi Halldór á ađra viku í góđu yfirlćti. Júlíus JónassonVinnumađur á Eiríksstöđum, Júlíus Jónasson (1900-1968), sjá mynd, var fenginn til ađ fylgja Halldóri viđ annan mann, en ţeir lentu í norđaustan stórhríđ ţegar ţeir voru komnir á móts viđ Eiríksstađahnefil og sneru ţeir til baka ofan ađ Eiríksstöđum. Ţá kól Halldór í framan. Júlíusi vinnumanni ţótti Halldór „af óvönum manni, vera mjög duglegur og harđur af sér“. Einum eđa tveimur dögum seinna var komiđ betra veđur og lögđu ţeir Halldór og Júlíus ţá aftur af stađ. Ađ ţessu sinni var einnig međ í för Vilhjálmur Snćdal, hinn bóndinn á Eiríksstöđum, en hann var forđagćslumađur og ţurfti ađ setja á á Fjöllunum. Ţeir komu viđ í Veturhúsum og drukku kaffi. Síđan héldu ţeir ađ Sćnautaseli og gistu ţar um nóttina. Heimafólk gekk úr rúmum sínum fyrir gestunum, en auk ţeirra ţremenninga voru ađrir ţrír gestir á bćnum. Halldór svaf í hjónarúminu ásamt tveimur öđrum. Ţegar Júlíus vinnumađur kom í bađstofu, morguninn eftir, lá Halldór til fóta í hjónarúminu í einum hnút og dáđist vinnumađurinn ađ nćgjusemi hans. „Ekki datt mér ţá í hug ađ ţar svćfi Nóbelsskáld. Stundum hefur hvarflađ ađ mér ađ hann hafi veriđ ađ dreyma um Bjart í Sumarhúsum, ţegar ég kom ađ honum ţennan morgun.“ Halldór hélt áfram ferđ sinni og kom m.a. viđ í Möđrudal, á Grímsstöđum á Fjöllum, í Reykjahlíđ, á Skútustöđum, Laugum og Húsavík. Hann tók sér far međ Esjunni til Ísafjarđar og ferđađist ţađan međ skipi til Reykjavíkur og kom ţangađ á Ţorláksmessu 1926.

Hér er líkleg leiđ Halldórs Laxness, Júlíusar og Vilhjálms frá Eiríksstöđum til Veturhúsa og Sćnautasels merkt inn á kort af svćđinu.

Ţegar ţetta gerđist bjó í Veturhúsum Bjarni Ţorgrímsson (1887-1945). Í Sćnautaseli bjó Ţórđur Guđmundur Guđmundsson (1882-1958) og kona hans Jónína Sigríđur Guđnadóttir (1887-1927) ásamt syni ţeirra hjóna (Pétri, f. 1912) og háaldrađri móđur Guđmundar, Petru Jónsdóttur (f. 1850).

Um ţessa heimsókn sína skrifađi Halldór greinina „Skammdegisnótt í Jökuldalsheiđinni“, sem birtist fyrst í Alţýđublađinu í mars 1927 og síđan í Dagleiđ á fjöllum. Skúli Ármann Sveinn Guđmundsson (f. 1937), bifvélavirki hjá Vegagerđinni, sonur Guđmundar í Sćnautaseli og seinni konu hans, Guđrúnar Halldóru Eiríksdóttur (1892-1967), hefur gert athugasemdir viđ lýsingar Halldórs. „Ađ öllu samanlögđu leiđir Skúli sterk rök ađ ţví ađ Halldór hafi heldur betur fćrt í stílinn í grein sinni, og sums stađar sagt beinlínis rangt frá stađháttum og ađbúnađi“ ritar Halldór Guđmundsson, ćvisöguritari Halldórs Laxness. Hann telur líka ađ Laxness hafi haft spurnir af ţví ađ lýsingar hans hafi sćrt stolt fólksins í Sćnautaseli og ţví hafi hann jafnan neitađ ađ gefa upp heimilisfang Bjarts í Sumarhúsum. Hérna er hćgt ađ lesa fróđlegt viđtal viđ Skúla Guđmundsson, auk gagnlegra upplýsinga um Sćnautasel.

Sumariđ 1929 skrifađi Halldór uppkast ađ sögu um íslenskan bónda sem býr á afskekktri heiđi. Ţetta er fyrsta gerđ skáldsögunnar Sjálfstćtt fólk. Seinna sama sumar skrifađi hann Ingu Laxness: „Einginn mađur getur elskađ íslenskar heiđar heitara en ég.“ Ţarna var hann reyndar ađ tala um ást sína á Mosfellsheiđi. Halldór las úr ţessari frumgerđ sinni fyrir vin sinn, Jóhann Jónsson, í Leipzig voriđ 1931 og ţóttist ćtla ađ fleygja henni. Jóhann harđbannađi honum ţađ og sagđi ađ ţetta vćri ţađ besta sem Halldór hefđi skrifađ. Svo merkilega vill til ađ bóndinn og ađalpersónan í ţessari frumgerđ Sjálfstćđs fólks heitir einmitt Guđmundur Guđmundsson, eins og bóndinn í Sćnautaseli á sinni tíđ.

Bćrinn í Sćnautaseli var byggđur 1843 af Sigurđi Einarssyni og konu hans Kristrúnu Bjarnadóttur. Sćnautasel fór í eyđi eftir eldgos í Dyngjufjöllum áriđ 1875 međ miklu öskufalli og var í eyđi í fimm ár. Síđan var búiđ ţar allt til ársins 1943, ţannig ađ byggđarsaga Sćnautasels spannar eina öld. Bćrinn í Sćnautaseli var endurbyggđur áriđ 1992 og segir nánar af ţví í ţessari grein.

Heimildir:

  • Halldór Guđmundsson, Halldór Laxness. Ćvisaga. Reykjavík, 2004.
  • Matthías Johannessen, "Ekki datt mér ţá í hug ađ ţar svćfi Nóbelsskáld" Viđtal viđ Júlíus Jónsson.
    M Samtöl I. Reykjavík, 1977.