Skólavefur
Vefur Þjóðskjalasafns Íslands
I
Í fréttum er þetta helst...

Nú hefur nýju efni verið bætt á skólavefinn
og sitthvað smálegt verið fært til betra horfs.
Hér að neðan er getið um nýtt efni:

ÍSLENSKA
  • 2004.10.19
    Nýju viðfangsefni um Sjálfstætt fólk hefur verið bætt við íslenskuhluta skólavefsins. Þetta viðfangsefni var unnið í samvinnu við íslenskukennara í Kvennaskólanum í Reykjavík, þær Elínborgu Ragnarsdóttur, Ingibjörgu Axelsdóttur og Ragnheiði Heiðreksdóttur.


  • 2004.02.20
    Nýtt viðfangsefni um Sjöundármálin sem eru baksvið skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl er komið á skólavefinn. Sýnd er undirskrift Arnórs Jónssonar, fyrsta yfirheyrsla yfir Bjarna Bjarnasyni og Steinunni Sveinsdóttur og dómur Landsyfirréttar yfir þeim Bjarna og Steinunni.




SAGA
  • 2004.03.24
    Í tengslum við uppsetningu minnispunkta Gerlachs hafa verið settar upp nokkrar síður með myndum af ýmsum gögnum sem haldlögð voru á þýsku ræðismanns- skrifstofunni árið 1940. Sjá hér...


  • 2004.03.22
    Dr. Werner Gerlach var aðalræðismaður Þjóðverja á Íslandi á árunum 1939-1940. Minnispunktar hans eru nú komnir á skólavefinn í íslenskri þýðingu.


  • 2004.02.20
    Sjöundármálin eru einnig viðfangsefni í SÖGU 103, sjá lýsingu undir ÍSLENSKA hér til vinstri.


  Til baka