Saga 103
Minnispunktar Gerlachs
Verkefni

Notið einnig Íslenskan söguatlas 3 og bækur Þórs Whitehead, Ísland í síðari heimsstyrjöld og Milli vonar og ótta.


  1. Hvaða mynd dregur Gerlach upp af Íslendingum og hvers vegna varð hann fyrir sérstökum vonbrigðum með þjóðina (sjá t.d. bls. 2, 3, 4 og 9)?


  2. Hvað taldi Gerlach bera vott um að Íslendingar væru hallari undir Englendinga en Þjóðverja (sjá t.d. bls. 2-5)?


  3. Hvaða dæmi nefndi Gerlach um óþarflega jákvætt viðhorf Íslendinga til Gyðinga? Haldið þið að hann hafi haft rétt fyrir sér?


  4. Hvernig lýsti Gerlach ungu kynslóðinni og ástandi menntamála (sjá t.d. bls. 4, 6 og 7)?


  5. Lítið í Íslenskan söguatlas og kynnið ykkur listalíf Íslendinga á millistríðsárunum. Hvernig var það að mati Gerlachs?


  6. Almennt um minnispunktana:

  7. Hver haldið þið að hafi verið tilgangurinn með þessum minnispunktum ræðismannsins? Handa hverjum var hann að skrifa?


  8. Hvað segja minnispunktarnir um höfund þeirra?


  9. Ímyndið ykkur viðbrögð

    1. þýskra ráðamanna
    2. íslenskra yfirvalda


    við minnispunktunum.


  10. Hvað í ummælum Gerlachs kemur ykkur mest á óvart?


  11. Í hverju teljið þið einkum felast sannleikskorn?