Skólavefur
Vefur Þjóðskjalasafns Íslands
I
Skólavefur Þjóðskjalasafns Íslands
Þjóðskjalasafn hefur sett sér það markmið að koma betur til móts við þarfir skóla, nemenda og kennara. Birting skjala á netinu til notkunar við kennslu í skólum er ein leið til þess. Verkið var hafið með því að leita samstarfs við Fjölbrautaskólann við Ármúla um gerð kennsluefnis fyrir íslensku og sögu í framhaldsskólum. Þróunarsjóður framhaldsskóla styrkti verkefnið.

Vefurinn byggir á því að birta myndir af skjölum sem tengjast sögulegum atburðum, tímabilum eða persónum. Texti skjalanna er uppskrifaður og torskilin orð eru skýrð. Tilurð skjalanna er rakin lítillega svo og baksvið atburða og vísað er á frekari heimildir. Hverju skjali fylgja verkefni sem kennarar geta lagt fyrir nemendur sína.

Í fyrstu atrennu voru búin til viðfangsefni fyrir tvo áfanga SAG 103 og ÍSL 403.
Þeir sem unnu verkið eru:

  • Eygló Eiðsdóttir, íslenskukennari i FÁ
    - verkefni o.fl. fyrir ÍSL 403
  • Margrét Gestsdóttir, sögukennari í FÁ
    - verkefni o.fl. fyrir SAG 103
  • Benedikt Jónsson, Þjóðskjalasafni
    - vefhönnun og innsetning efnis
  • Eiríkur G. Guðmundsson, Þjóðskjalasafni
    - verkstjórn
  • Jón Torfason, Þjóðskjalasafni
    - skjalaval, uppskriftir og skýringar
Fyrri hluta ársins 2004 bættist Kvennaskólinn í Reykjavík í hóp samstarfsaðila og í samstarfi skólann var unnið að gerð verkefnis um baksvið skáldsögunnar Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Eftirtaldir íslenskukennarar Kvennaskólans komu að verkinu:

  • Elínborg Ragnarsdóttir
  • Ingibjörg Axelsdóttir
  • Ragnheiður Heiðreksdóttir

Verkaskipting hefur í öllum tilvikum verið sú að starfsmenn Þjóðskjalasafns hönnuðu vefinn, völdu skjöl, mynduðu þau, skrifuðu upp texta þeirra o.s.frv. Kennararnir sömdu verkefni, unnu orðskýringar og meginhluta annarra skýringarstexta.

Þjóðskjalasafn Íslands fagnar samstarfi við alla framhaldsskóla landsins um frekari þróun skólavefsins. Ábendingar um hvað betur megi fara og hvert skuli stefna eru því vel þegnar. Þær skal senda á netfangið skolavefur@skjalasafn.is.

Til baka