Skólavefur
Vefur Ţjóđskjalasafns Íslands
I Íslenska 403 Skaftáreldar
Stćrri mynd
Skaftáreldar
Kirkjubók Kirkjubćjarklausturs yfir dána 1785

Síđa 1
Smelltu hér til ađ sjá stćrri mynd

Skaftáreldar.
Kirkjubók Kirkjubćjarklausturs yfir dána 1785.
Síđa 1.
Kirknasafn. Kirkjubćjarklaustur. BA/1.
Prestsţjónustubók 1785-1816.

hr. biskupinn Hannes Finnsson hafđi tilsett og skipađ 2. janúar 1784, ađ hér sem annarstađar í Skálholtsstifti skyldu reglulegar ţađ sama ár. En vegna sem hér á gengu ţađ ár af jarđeldsins yfirgangi og verkunum í máta, og öđru fleira, gat ég ei ţessa bók í stand sett fyrr en hinumegin skrifađ ár. En ţó finnst í annarri ministerialbók í 8vo, sem ţessu kalli fylgir, er byrjuđ er af séra Einari sáluga Hálfdanarsyni anno 1720 og enduđ í 1753, ţá séra Ţorlákur sálugi Sigurđsson tók viđ kallinu eftir hann, er ţví ţénti ţar til 1778, er ég viđ tók, sem hér ađ f[r]aman sést. En ţó ég geti ei nefnt ár, 1784, hér tal ţeirra dauđu međ ţeim reglum og merkjum, sem nú skal tilfćrast, ţá sýni ég hér einasta ţeirra, ađ bćđi af innsveitis og utansóknar manneskjum, er hingađ hröktust, sáluđust ţađ ár 76; af karlkyni 33 en kvenkyni 43, hvar af 12 eru grafnir á Hörgslandi en hinir allir hér í vestur útsuđurs parti kirkjugarđsins sem áđur var ógrafinn. Liggja ţar 5-10 í hverju leiđi ţví vegna mannfćđar, hungursneyđar og hestaleysis varđ líkum framliđinna ađ samansafna á vissa daga, svo ţeir fáu, sem vćru, gćtu međ sameinuđum kröftum ađ greftrunarverkinu stađiđ, sérdeilis ţá var mikiđ. Guđ veri oss náđugur og refsi oss ei framar í sinni reiđi! Einasta voru leiddar í miđjum garđi á bak viđ kór maddame Málmfríđur Brynjólfsdóttir, ekkja prófasts sáluga séra Jóns Bergssonar, og hjá henni sú mćta kona Ólöf Jónsdóttir, Sverris Eiríkssonar, og ţar fyrir sunnan rétt viđ mín sćla ektakvinna Ţórunn Hannesdóttir, hvar ég og einnin hjá henni kýs mér legstađ ef guđ lćtur mér auđnast ađ bera hér bein eins og ég vona ađ verđi.
Jón Steingrímsson