Sjálfstætt fólk
Hákon Finnsson, Saga smábýlis

Skjalið

Skjalið er varðveitt í Þjóðskjalasafni; ÞÍ E.98.6.

Efni skjalsins

Skjalið er lýsing Hákonar Finnssonar á smábýlinu Borgum í Nesjahreppi, A.-Skaft. og búskaparháttum þar á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldar.

Sögulegt baksvið

Hákon Finnsson (1874-1946) lærði búfræði í Danmörku og vann þar á búgarði. Hann hélst unglingaskóla á Austurlandi 1908-1908 og aftur 1909-1911. Hann var bóndi á Arnhólsstöðum í Skriðdal, Skriðdalshreppi, S.-Múl. 1910-1920, en bjó síðan á Borgum í Nesjahreppi, A.-Skaft. og skrifaði um það býli lýsinguna sem hér er til umfjöllunar. Hákon var athafnamikill bóndi og hlaut verðlaun úr Styrktarsjóði Kristjáns IX. árið 1938. Kona Hákonar hét Ingiríður Guðmundsdóttir og áttu þau þrjú börn. [Íslenskar æviskrár]

Heimildir

Hér koma nokkrar vel valdar heimildir sem nemendum er ekki ofviða að nálgast...